Arnars fornemmelse for sne

Hæ hæ gott fólk,

Sit hér í smá les pásu og horfi út um gluggann hér í þessari yndislegu íbúð. Snjórinn fellur blítt niður. Varð hugsað til Pete Höegs bókarinnar um Smillu og hennar snjótilfinningu. Ég hef nú ekki klárað þá bók en það sem ég hef lesið er skemmtilega og vel skrifað. Peter karlinn minnir mig stundum á Pétur Gunnarson okkar heima á klakanum. Einhvern veginn skrifa út frá einhverri alheimsmynd...þ.e.a.s. heimurinn er ein heild.... sorry datt í smá vangaveltur.

Já, próf á mánudag og ég svona hlakka og hlakka ekki til, en hvern hlakkar til að taka próf...kannski formaður félags Masókista en já...hmmm.

Guðrún og Steini voru svo elskuleg að senda súkkulaðidagatöl handa börnunum og smá nammi handa mér :) Ég er sem sagt úttroðinn af nóa súkkulaðirúsínum, freyju rís og smá kókosbollum...það er ekki alveg búið sko...á smá eftir...Hlaupabrettið alla næstu viku held ég.

Ég er búinn að finna eitthvað af jólatónlist og er búinn að spila töluvert og held bara að jólaskapið sé að koma.
Hlakka bara verulega til jólanna og alls sem því fylgir. Enda brosir lífið við manni og ekkert nema bjart og skemmtilegt framundan.

Jamm, látum þetta vera lokaorðin.

Ég væntanlega hripa ekkert fyrr en næsta föstudag þá er ég búinn í prófunum og tek alveg frí þá helgi og nýt þess að vera með börnunum mínum og fylli þau af pizzum, nammi og jólagleði.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ hæ já nottlega búinn að háma í þig Nóa rúsínurnar og svona.....;)
Samkeppnin er byrjuð á milli landa bara svona að láta í vita af því hehehehehe.....:) Kv Jólastelpan
Sif sagði…
baráttukveðjur í prófstússinu, gott að hafa samlendann (getur maður sagt það, haha) þjáningabróðir í stríðinu við skruddurnar.
Arnar Thor sagði…
Takk Jólastelpa ;) og takk Sif. Já heyrðu er það ekki bara samlendi...fínt orð og ég mun nota það meira við opinber tækifæri.

Áfram, áfram heldur bar-8-an!!!

Skrifa á föstudaginn, 2.des.

kv.

Arnar Thor

Vinsælar færslur